Bókaútgáfan Hrönn

að eignast lítið systkini

raunveruleg reynslusaga barns

Hrönn Valentínusdóttir

Höfundur bókarinnar og amma barnsins sem er sögupersónan.

Ég er að gefa út mína fyrstu barnabók. Hún heitir „Þegar litla systir kom í heiminn“ og fjallar um reynslu og líðan drengs sem er að fara að eignast systkini, hræðslu og ótta barnsins við að vera ekki lengur yngsta eða eina barnið.

Ég er leikskólakennari/leikskólastjóri og hef unnið með börnum í 44 ár. Einn af mínum draumum var að skrifa barnabók um tilfinningar sem börn eru að fara í gegnum.

Þessi bók er raunveruleg reynslusaga barns um tilfinningar ótta og hræðslu við nýjar aðstæður sem eru í vændum.
Sagan lýsir því hvernig kennarar/foreldrar/forráðarmenn og aðrir umönnunaraðilar geta stutt barnið og veitt því stuðning og öryggi í þessum nýju aðstæðum.
Bókin á heima á leikskólum og skólum með yngstu nemendur og nýtist hún sem bæði sem hjálparbók til þeirra sem vinna með börnum og börnunum sjálfum.

Það sem fylgir bókinni

Myndir og texti

Settu þitt nafn í bókina

Spurningar

Falleg orð um bókina

5/5
“Yndislega falleg bók sem gefur hjartnæma innsýn í þær flóknu tilfinningar sem fylgja því að eignast lítið systkini. Sagan, og ekki síður myndirnar, veita börnum á öllum aldri einstakt tækifæri til að endurspegla eigin reynslu og líðan og spjöldin sem bókinni fylgja nýtast fjölskyldum til að skapa einlægar samræður um það sem á sér stað í hugarheimi barns þegar nýtt systkini kemur í heiminn”
Heiða María Angantýsdóttir
5/5
“Yndislega hjartnæm bók þar sem höfundurinn skyggnist inn í hugarheim barns sem er nýbúið að eignast lítið systkini. Hann segir frá og sýnir okkur á einlægan og einfaldan hátt hvernig barnshugurinn getur verið og hvaða tilfinningar og hugsanir koma mögulega upp við það að eignast systkini. Bókin getur einnig höfðað til ungra barna sem eiga ekki systkini þar sem á hverri opnu eru skemmtilegar og litríkar myndir. Dóttir mín sem er 1,5 árs og á ekki systkini, finnst mjög gaman að fletta í gegnum bókina. Hún skoðar myndirnar og pælir m.a í ömmunni, stráknum sem fer að gráta og böngsunum hans. Þetta er tímalaus bók sem allir foreldrar myndu njóta góðs af að eiga”
Halldóra Rún berg
5/5
“Dásamlega ljúf og falleg myndskreytt bók sem lýsir vel þeim mögulegum tilfinningum barna sem eru í sömu sporum og drengurinn í bókinni. Vel til þess fallin að undirbúa verðandi eldri systkyni og hvetja til umræðu um hvað koma skal”
Nanna Margrét Kristinnsdóttir
5/5
“Þessi bók lýsir vel líðan barns sem er að eignast systkyni. Þarna koma ýmsar tilfinningar barnsins fram eins og ótti, óöryggi, gleði o.fl. Bókin nýtist foreldrum vel sem eiga von á barni og eiga barn fyrir. Hún er fallega myndskreytt, einnig eru spurningar sem hægt er að hafa til hliðsjónar. Ég mæli svo sannarlega með þessari bók”
Arndís Árnadóttir

Hafa samband

Endilega hafðu samband ef þú hefur einhverjar spurningar