“Yndislega hjartnæm bók þar sem höfundurinn skyggnist inn í hugarheim barns sem er nýbúið að eignast lítið systkini. Hann segir frá og sýnir okkur á einlægan og einfaldan hátt hvernig barnshugurinn getur verið og hvaða tilfinningar og hugsanir koma mögulega upp við það að eignast systkini.
Bókin getur einnig höfðað til ungra barna sem eiga ekki systkini þar sem á hverri opnu eru skemmtilegar og litríkar myndir. Dóttir mín sem er 1,5 árs og á ekki systkini, finnst mjög gaman að fletta í gegnum bókina. Hún skoðar myndirnar og pælir m.a í ömmunni, stráknum sem fer að gráta og böngsunum hans. Þetta er tímalaus bók sem allir foreldrar myndu njóta góðs af að eiga”