Bókaútgáfan Hrönn
að eignast lítið systkini
raunveruleg reynslusaga barns
Hrönn Valentínusdóttir
Höfundur bókarinnar og amma barnsins sem er sögupersónan.
Ég er að gefa út mína fyrstu barnabók. Hún heitir „Þegar litla systir kom í heiminn“ og fjallar um reynslu og líðan drengs sem er að fara að eignast systkini, hræðslu og ótta barnsins við að vera ekki lengur yngsta eða eina barnið.
Ég er leikskólakennari/leikskólastjóri og hef unnið með börnum í 44 ár. Einn af mínum draumum var að skrifa barnabók um tilfinningar sem börn eru að fara í gegnum.
Bækur eftir Hrönn
Rjúpnahæðarleiðin sem ýtir undir áhuga barnanna og ábyrgð þeirra á eigin námi.
Bækurnar fjalla um aðferðafræðina okkar.
Rjúpnahæðarleiðinni – þrískiptingin sem kennsluaðferð í lýðræði. Aðferðin hefur einnig verið í þróun í leikskólanum Rjúpnahæð í tæp 20 ár og hefur Hrönn Valentínusdóttir, leikskólastjóri, verið þar í fararbroddi ásamt börnum og starfsfólki.
Þegar litla systir kom í heiminn
Myndir og texti
Settu þitt nafn í bókina
Spurningar
Fyrirlestrar í leikskólann
Leikskólinn Rjúpnahæð hóf starfsemi 1. júlí 2002. Starfið byggir á hugsmíðahyggju með sjálfræði og lýðræði að leiðarljósi. Umhverfið er hvetjandi og áhugavert, þar sem börnin taka virkan þátt í námi sínu og ákvörðunum sem varða leik og starf.
Í rúm 20 ár hefur leikskólinn þróað Rjúpnahæðarleiðina, kennsluaðferð í lýðræði sem byggir á þrískiptingu þátttöku barna. Hrönn Valentínusdóttir, leikskólastjóri, hefur leitt þessa þróun með börnum og starfsfólki. Út hafa komið tvær bækur: Rjúpnahæðarleiðin – leiðarvísir í lýðræði fyrir skóla og Börn og friður – hvernig túlka börnin frið?, sem fjalla um aðferðafræðina.


